Fréttir á íslensku
Ný nálgun er nauðsynleg í starfsnámi til að takast á við græn umskipti. OECD bendir á tækifærin í nýrri skýrslu.
Langstærsta pottinum eða, 43,5 milljónum evra, verður varið til verkefna um aukinn hreyfanleika gegnum allt námsferlið, en 7 milljónir evra fara til ýmissa samstarfsverkefna.
Nám í sænsku fyrir innflytjendur (SFI) á vegum sveitarfélaga hefur verið vandkvæðum bundið vegna fjölda nemenda sem ljúka ekki náminu. Því hefur ríkisstjórnin, að tilvísun löggjafarþingsins, ákveðið að herða kröfur um SFI, sem ætti að leiða til skilvirkara náms í SFI.
Þann 12. september 2025 var Mariehamn á Álandseyjum vettvangur umræðna um hvernig Norðurlöndin geti styrkt samstarfið á tímum mikilla hnattrænna áskorana.
Markhópurinn er faglærðir starfsmenn og starfsmenn með litla formlega færni.
Nýr hæfnipakki í Noregi mun tryggja öruggt og inngildandi námsumhverfi. Pakkinn mun veita kennurum og stjórnendum nauðsynlega þekkingu til að mæta þátttakendum af virðingu, óháð kyni, sjálfsmynd og upplagi.
Í nýrri skýrslu frá finnska mennta- og menningarmálaráðuneytinu er því lýst því hvernig stafvæða á alþýðufræðsluna í Finnlandi. Skýrslan er hluti af Umgjörð stafvæðingar, sem nær einnig til fræðslu smábarna, leikskóla og grunnskóla. Markmiðið er að gera stafræna umbreytingu enn frekar stefnumótandi, einsleitnari og framtíðarmiðaðri í öllu menntageiranum.
Norrænt samstarf um símenntun (NLL) gefur út fimm kvikmyndir um gervigreind, atvinnulíf og hæfniþarfir. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að gegna lykilhlutverki þegar ný tækni og ný stafræn verkfæri, þar á meðal gervigreind, eru tekin í notkun.
Ríkisstjórnin í Noregi hefur tilkynnt að komið verði á nefnd sem mun skoða hvernig gervigreind hefur áhrif á háskólanám í Noregi og hvernig samþætta má hana náminu.
Forum og Sjálfboðaliðamiðlunin gáfu nýlega út skýrsluna Samfélagið byggir upp viðbúnað, sem varpar ljósi á mikilvægt hlutverk alþýðufræðslusamtaka í Svíþjóð á viðsjárverðum tímum og viðbúnaðarástandi. Skýrslan, sem byggir á ítarlegum rannsóknum og greiningum, sýnir hvernig viðleitni alþýðufræðslunnar stuðlar að árangursríkri stjórnun við samfélagsógnandi aðstæður og stuðningi við viðkvæma hópa.
Yfirvöld í Noregi hafa veitt yfir 87 milljónum norskra króna til þjálfunar í lestri, ritun, reikningi og upplýsingatækni. Féð rennur til 300 fyrirtækja um allt land.











