NLL
NLL er samstarfsvettvangur um símenntun á Norðurlöndum með áherslu á forgangsröðun Norrænu ráðherranefndarinnar. NLL styður við bæði stefnumörkun og framkvæmd er varðar hæfniþróun og nám fullorðinna. NLL er byggt upp á samstarfsnetum sem vinna þverfaglega yfir öll Norðurlöndin samkvæmt norrænu samstarfsmódeli. Meira um NLL hér.
Fréttir á íslensku
Nýr hæfnipakki í Noregi mun tryggja öruggt og inngildandi námsumhverfi. Pakkinn mun veita kennurum og stjórnendum nauðsynlega þekkingu til að mæta þátttakendum af virðingu, óháð kyni, sjálfsmynd og upplagi.
Í nýrri skýrslu frá finnska mennta- og menningarmálaráðuneytinu er því lýst því hvernig stafvæða á alþýðufræðsluna í Finnlandi. Skýrslan er hluti af Umgjörð stafvæðingar, sem nær einnig til fræðslu smábarna, leikskóla og grunnskóla. Markmiðið er að gera stafræna umbreytingu enn frekar stefnumótandi, einsleitnari og framtíðarmiðaðri í öllu menntageiranum.
Greinar á íslensku
Þegar Nina Ahtola skipti um dekk á VW-rútu á neyðarviðbúnaðarnámskeiði fyrir konur var það í fyrsta – en ekki í síðasta skipti. „Sem kona vilt þú geta þetta,“ segir hún.
Bergmálshellar, skautun, algrím og misvísandi upplýsingar eru algeng orð í umræðum um samfélagsmiðla. Skilja allir merkingu orðanna? Þeir sem tilheyra hópum þeirra sem hafa takmarkaða menntun eða málskilning og sumir aldraðir geta auðveldlega lent í vandræðum þegar þessi orð eru notuð.
Nefnd um hæfniumbætur hefur kannað hvernig Norðmenn geta náð árangri með símenntun í atvinnulífinu. Þrátt fyrir nafn nefndarinnar hefur hún ekki lagt til stórfelldar umbætur, heldur byggir tillögur sínar aðallega á núverandi kerfum. Það sem virkar vel ætti að efla og þróa áfram. Nefndin hefur skilað ítarlegri skýrslu með fjölbreyttum tillögum, sem koma fram í 23 meginatriðum.
Viðburðir
Tervetuloa mukaan webinaariin, jossa pureudumme yhteistyöhön pienten osaamiskokonaisuuksien kehittämisessä!
Digital delaktighet i Norden – hur tar vi nästa steg?
Interessentmøte – nordisk nettverk for læring på arbeidsplassen etableres høsten 2025.