27/10/2025

Finland

Ævinám, Iðn- og starfsmenntun, Menntastefna

4 min.

Finnar leita nýrra leiða að starfsmenntun framtíðarinnar

Starfsmenntun í Finnlandi stendur frammi fyrir breytingum. Um þessar mundir er í gangi öflugt þróunarstarf með áherslu á þörf fullorðinna fyrir símenntun. Petri Lempinen, stýrir vinnuhópnum, ræðir um núverandi stöðu. Meðal hugtaka sem rætt er um er opin starfsmenntun.

Petri Lempinen

Stjórnandinn Petri Lempinen tekur þátt í þróun símenntunar í starfsmenntun í Finnlandi. Mynd: Menntamálaráðuneytið. Ljósmyndari: Katarina Koch Auknar fjárveitingar til evrópskra samstarfsverkefna tengdum menntamálum og hreyfanleika

– Framtíðarsýn mín er sú að hægt verði að bjóða upp á eigindlega ráðgjöf fyrir þá sem sækja starfsnám í meira mæli svo að þeir sem útskrifast hafi bestu mögulegu skilyrði til að finna sér starf á vinnumarkaði eða halda áfram í háskólanám. Í stuttu máli: starfsmenntun ætti að veita traustan grunn að lífinu.

Þetta er haft eftir Petri Lempinen, stjórnanda  í mennta- og menningarmálaráðuneyti Finnlands sem leiðir vinnuhópinn sem fæst við að þróa símenntun á sviði starfsnáms.

Í Finnlandi er brottfall fullorðna úr kerfinu algengt

Víðtækt þróunarverkefni hófst í Finnlandi vorið 2025 og mun standa yfir til janúar 2026.

– Bakgrunnur þessa verkefnis er niðurskurður framlaga til starfsmenntunar sem finnska ríkisstjórnin innleiddi árið 2025. Dregið var úr fjármagni til símenntunar þeirra sem hafa  hafa þegar lokið prófi,“ segir Petri Lempinen.

Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið að forgangsraða í þágu þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsnámi. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir að atvinnulífið krefjist í auknum mæli hraðrar, markvissrar og sveigjanlegrar færniþróunar.

Vinnuhópurinn vinnur að nokkrum meginþemum: þróun styttri námsbrauta sem leiða ekki til prófgráðu, skýrari afmörkun milli opinberlega og einkafjármagnaðrar menntunar og endurskoðun á uppbyggingu og vægi prófgráðukerfisins.

Hverjir taka þátt símenntun?

Hvernig  er ákveðið hverjir teljast til þeirra sem sækja  símenntun? Petri Lampinen segir að vinnuhópurinn hafi ekki skilgreint hugtakið út frá efni, heldur noti hann skipulega og aldursbundna skiptingu sem endurspeglar finnska menntakerfið.

– Samkvæmt lögum um skyldunám skiptast nemendur í hópa eftir því hvort þeir eiga rétt á ókeypis námi eða ekki. Til þess hóps teljast þeir sem munu ljúka fyrstu gráðu sinni á framhaldsskólastigi og eru yngri en 21 árs. Allir aðrir teljast til símenntunarhópsins.

Margir aðilar, mismunandi sjónarmið

Í starfshópnum sitja fulltrúar fræðsluaðila, aðila vinnumarkaðarins, atvinnurekenda, frumkvöðla og annarra hagsmunaaðila. Þetta er breiður hópur með mismunandi sjónarmið. Vinnan hefur gengið samkvæmt áætlun fram til þessa.

Hafa einhverjar óvæntar uppákomur orðið á leiðinni?

– Nei. Það kemur ekki á óvart að starfshópurinn hefur ekki enn sameinaða sýn á nauðsyn þess að breyta starfsmenntuninni. Þetta gæti stafað af ótta við að breytingarnar muni leiða til minna fjármagns, segir Lempinen.

Lækna sem langar að verða gullsmiðir

Eitt af erfiðustu málunum í menntastefnu nútímans er jafnvægið milli réttar einstaklingsins til sveigjanlegs náms og kröfu ríkisins um skilvirka nýtingu aðfanga. Málefni sem Lempinen telur mikilvægt að ræða.

– Meginmarkmið starfsmenntunar er að gefa nemendum tækifæri til að verða virkir í atvinnulífinu. Jafnframt er víðtæk umræða um hvað ríkisframlög eiga í raun að standa straum af þegar dregið er úr fjárveitingum á öllum stigum stjórnsýslu.

Í samtalinu eru nefnd raunveruleg dæmi: lækna sem vilja verða gullsmiðir, eða vel launaðir einstaklingar sem sækja um nám í allt öðrum atvinnugreinum vegna þess að þeir vilja læra að smíða sinn eigin trébát.

Auk umfjöllunar um nýtingu skattafjár, að sögn Lempinen, er annar þáttur sem þarf að hafa í huga.

– Þetta snýst aftur um atvinnu. Eru til störf fyrir þá sem útskrifast? Ef eftirspurn eftir ákveðnum námsbrautum er lítil þurfum við að hugsa um hvernig eigi að bregðast við því. Möguleikarnir á að finna vinnu að námi loknu eru lykilþáttur.

Þörfin fyrir minni menntaeiningar

Hingað til hefur starfshópurinn einbeitt sér að því að kortleggja núverandi stöðu með tölfræði og greiningum. Lykilverkefni er að kanna hvernig hægt er að þróa og bjóða kerfisbundið upp á umfangsminni menntaeiningar. 

– Þetta er eitthvað sem er mikið rætt um í samfélagi okkar almennt núna. En það virðist sem umræðan sé víðtækari en það sem gerist og gengur , segir Lempinen.

Opin starfsmenntun – módel fyrir  framtíðina?

Starfshópurinn hefur rætt ýmsar framtíðarhorfur. Meðal hugtaka sem hópurinn hefur fjallað um er „opin starfsmenntun“.

„Þetta er ekki nýtt hugtak. Það hefur verið í umræðunni í meira en tíu ár og hefur oft verið notað af fræðsluaðilum í markaðssetningartilgangi. Hins vegar hefur starfshópurinn  hvorki mótað sameiginlega skilgreiningu né viðskiptalíkan fyrir hugtakið,“ segir Lempinen.

Meðal spurninga sem enn þarf að leita svara við snúast um hvort náminu eigi að ljúka með prófgráðu, hvernig innritun eigi að fara fram, hver eigi að fjármagna það og hvaða réttindi nemendur eigi að öðlast. Lempinen útskýrir:

– Það eru hliðstæður við Opna háskólann, sem er ætlaður þeim sem hafa ekki fengið pláss í hefðbundnu háskólanámi. Hugmyndin er sú að allir sem vilja stunda nám eigi að geta gert það, án beinna inntökuskilyrða. Hvort og hvernig þetta geti átt við um starfsmenntun og þjálfun kemur kannski ekki í ljós fyrr en vinnu starfshópsins lýkur í janúar.

Áhersla á þá sem hafa fallið úr kerfinu

Lempinen lýsir yfir skýrum væntingum um að starfsmenntun í Finnlandi geti gagnast einstaklingum enn betur í framtíðinni, sérstaklega með góðri ráðgjöf.

Hann leggur áherslu á að vinna starfshópsins sé enn í gangi, en einnig að það séu áskoranir sem hann verði takast á við, ekki síst þá staðreynd að starfshópurinn hefur ekki enn sameiginlega sýn.

– Persónulega hef ég hugsað mikið um ákveðinn hóp. Þetta er fólkið sem aldrei kemst í nám og nýtur alls engrar menntunar. Það væri afar mikilvægt að finna leiðir til að ná til þeirra.

Um undirbúning símenntunar í starfsmenntunarfræðslu í Finnlandi

  • Menntamálaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem mun þróa símenntun í starfsmenntunarfræðslu árið 2025.
  • Starfshópnum er falið að þróa tillögur sem tryggja aðgengi að sveigjanlegum þjálfunarmöguleikum fyrir fólk á vinnualdri.
  • Vinna fer fram í ljósi breytinga á fjármögnun starfsmenntunar og þörf á að aðlaga framboð að þörfum vinnumarkaðarins.
  • Starfshópurinn er einnig að endurskoða mörkunin á milli opinberlega fjármagnaðrar menntunar og markaðsbundins framboðs, með það að markmiði að auka einkafjármögnun.
  • Takið verður tillit til sérþarfa sænskumælandi starfsmenntunar í vinnunni.

Nánar um  verkefni starfshópsins núverandi stöðu og fundargerðir hér (á sænsku).

Nyeste artikler fra NLL

Man sitter fokuserad vid ett skrivbord och skriver, omgiven av gröna växter i ett modernt kontorsutrymme.

12/11/2025

Sverige

5 min.

Att veta vilken kompetens medarbetarna har ger företag bättre förutsättningar att konkurrera. Validering hjälper företag att matcha rätt person till rätt arbetsuppgift, att bygga starkare team och att fatta klokare beslut om utbildning och rekrytering. Två svenska industriföretag berättar om hur de arbetar strategiskt med validering.

Ane Qvortrup

10/11/2025

Danmark

5 min.

Stor dansk uddannelsesreform skal få flere til at vælge erhvervs- og professionsuddannelser. Reformen er blandt andet inspireret af Norge. Professor Ane Qvortrup har analyseret de norske erfaringer og vurderet, hvad Danmark kan efterligne, og hvad man helst skal undgå at kopiere.

04/11/2025

Norden

3 min.

Det grønne skiftet krever omstilling og nytenkning i energibruk, produksjon og ikke minst i kunnskap og holdninger. Hvor er det da viktigere å begynne enn i utdanning? Det nordiske NordPlus-prosjektet «Nordisk grønt skifte i utdanning» tar nettopp denne utfordringen. Nytenkningen må finne sted i klasserom, verksteder, opplæringssentre og alle steder hvor den praktiske aktiviteten er, mener prosjektpartnerne.

Share This