29/08/2022

Norge

Símenntun, Iðn- og starfsmenntun

8 min.

Fagskólarnir á fullu við að mennta fólk til starfa í rafhlöðuverksmiðjum

Í haust munu fyrstu nemendurnir hefja starfsnám til undirbúnings starfa í rafhlöðuiðnaðnum. Þegar eru mörg stór verkefni við byggingu rafhlöðuverksmiðja, í Mo í Rana, Arendal og mörgum öðrum stöðum hafin. Við fagskólann í Viken er allt lagt undir við þróun á nýju námi fyrir fagmenntað starfsfólk fyrir rafhlöðuiðnaðinn.

Tommy Edvardsen Hvidsten ja Eirik Hågensen

Tommy Edvardsen Hvidsten og Eirik Hågensen

– Við fengum fyrirmæli frá aðilum atvinnulífsins. Þarfir rafhlöðuiðnaðarins voru greinilegar. Við verðum að móta kringumstæður til þess að mæta þörfum fyrir fagmenntað starfsfólk sem nýr iðnaður gerir kröfur um, segir fagstjóri Tommy Edvardsen Hvidsten við Fagskólann í Viken. Hann leiðir samstarf fimm fagskóla. Markmiðið er að setja af stað viðeigandi nám til reynslu í október.

Í rafhlöðuiðnaðinum er þörf fyrir fræðimenn og sérfræðinga í framleiðslu rafhlaða, en líka fjölda fagmenntaðs starfsfólks sem hafa lokið framhaldsmenntun við fagskóla. Eins og er verðum við helst að leita til Asíu eftir sérfræðingum en nú er unnið hörðum höndum að því að við í Noregi getum menntað eigin rafhlöðuvirkja og fagverkafólk.

Talið er að þörf sé fyrir að um það bil helmingur starfsfólks í rafhlöðuverksmiðju sé fagmenntað. Gangi þær áætlanir eftir sem nú eru uppi um byggingu rafhlöðuverksmiðja, verði til fleiri þúsund störf. Freyr (hlutafélag um framleiðslu á rafhlöðum í Noregi) reiknar með að í upphafi verði þörf fyrir um 1.500, en aðrir framleiðendur gera ráð fyrir að þörf verði fyrir mun fleiri.

– Þetta er mannaflsfrekur iðnaður og það getur orðið gríðarleg áskorun að útvega nægt starfsafl. Verkefnið sem við í fagskólunum stöndum frammi fyrir er að leggja okkar af mörkum við á útvega hæft starfsfólk, segir Hvidsten.

Við Fagskola í Noregi er nám á 4. þrepi sem veitir hæfni sem nýtist atvinnulífinu. Nám sem getur verið allt frá hálfu ári í tvö ár. Nánar um fagskóla á norsku hér

Rafhlöðufagskólinn

Nýja námið gengur undir nafninu rafhlöðuskólinn. Um er að ræða sex áfanga eða samtals 60 einingar sem hægt verður að ljúka á tveimur árum.

– Í þróun eru þrír nýir áfangar í rafhlöðuskólanum, rafhlöðuiðnaður og sjálfbærni er sá fyrsti, rafefnafræði og efnatækni annar, en sá þriðji ber yfirskriftina, birgðaþjónusta og rekjanleiki við framleiðslu. En að miklu leiti byggjum við á efninu sem kennt hefur verið í náminu við iðnfagskólann sem hófst 2019, segir Hvidsten. Miðlæg hæfniviðmið varða stafræn framleiðsluferli og sjálfvirkni. Hæfni af því tagi mun gera þeim sem koma að framleiðslunni kleift að vinna að sífelldum umbótaverkefnum í fyrirtækjunum.

– Lesið einnig greinina «Kompetanse i skogen øker effektiviteten og sparer drivstoff».

Samstarf við fyrirtæki

Gert er ráð fyrir að stúdentarnir vinni að eigin verkefnum á grundvelli ferla.

– Ákjósanlegast væri að gera það í samstarfi við fyrirtæki. Gæti verið í tengslum við þróun nýrra íhluta, eða umbætur á framleiðslunni og framleiðsluferlum. Þannig gætu stúdentarnir fært fyrirtækjunum virðisauka. Það hefur sýnt sig að stúdentarnir læra meira af slíku samstarfi við fyrirtæki en þeir gera í kennslu. Þrátt fyrir að norsku rafhlöðuverksmiðjurnar séu ekki komnar í gang ennþá, blasa við þeim ótal áskoranir sem stúdentarnir geta átt þá í að leysa. Í endurnýtingu rafhlaða geta einnig falist viðeigandi verkefni fyrir stúdenta, segir Hvidsten. Stjórnendur námsins munu veita stúdentunum ráðgjöf á meðan á náminu stendur. Árangur verkefnavinnunnar verður hluti af hæfniviðmiðum um lok námsins.

Mikill áhugi á samstarfi

– Hvert leitið þið eftir björgum og þekkingu í þróunarvinnu rafhlöðuskólans?

– Í Noregi eru gott rannsókna- og þróunarumhverfi sem fagskólarnir reiða sig á. Við vinnum með fyrirtækjum eins og venjan er meðal fagskólanna, meðal annars með Freyr, sem skipuleggja rafhlöðuverksmiðju í Mo i Rana, og Norsk Hydro þar sem fyrir er þekking um endurvinnslu rafhlaða. Ennfremur erum við í samstarfi við efnafræðideild Háskólans í Osló. Þar er þekking um endurnýtingu á rafhlöðum. Stofnun um orkutækni við Kjeller er annar mögulegur samstarfsaðili en þar á bæ býr fólk yfir þekking á ólíku formi orku, segir Hvidsten, sem hrósar samstarfsaðilunum fyrir góðan vilja til samstarfs.

Hefst í október

Mikil vinna er lögð í að þróa námið og fá það viðurkennt. Fagskólinn í Viken hefur hlotið vottun fyrir kennslu á sviðinu, og verður þess vegna að gangast undir umfangsmikið innri viðurkenningarferli. Markmiðið er ljóst, að rafhlöðufagskólinn eigi að hefjast til reynslu með 60 stúdenta frá og með október. Gangi það eftir, hefst hefðbundið nám haustið 2023, líklega með miklum fjölda stúdenta, en það ræðst af fjölda umsókna og getu skólans.

Dínamískt tvinnmódel

Það eru fagskólarnir í fylkinu Innlandet, Rogaland, Hordaland og Nordland sem ásamt Viken standa í sameiningu að þróun rafhlöðufagskólans. Saman hlutu skólarnir styrk upp á fimm milljónir norskra króna frá stofnun æðri menntunar og hæfni til þess að þróa og tilraunakeyra námið.

Kennslan verður skipulögð eftir efninu og aðlöguð að kringumstæðum stúdentanna og þörfum fyrirtækisins sem stúdentarnir vinna hjá, svokallað dínamískt tvinnmódel. Kennslan fer fram í hópum ýmist á skólasvæðinu eða í fyrirtækinu.

Rafhlöðufög í framhaldsskólanum?

Þá hafa borist óskir úr ýmsum áttum um að koma á námi í framleiðslu rafhlaða í framhaldsskólum.

– Hafin er könnun hjá starfsgreinaráði tækni- og iðngreina á því hvort þörf er fyrir sérstakar námsgreinar í tengslum við hinn nýja rafhlöðuiðnað, en til bráðabirgða göngum við útfrá þeim kennslugreinum sem þegar eru til, einkum undir námsbraut til stúdentsprófs (Vg2) í iðntækni, segir formaður starfsgreinaráðs tækni- og iðngreina, Kristian Ilner.

– Við verðum að líta á þetta í samhengi við áherslur á rafhlöðuhæfni í fagskólanum. Grunnurinn er venjuleg iðnaðarframleiðsla, en með aukinni þekkingu á efnunum sem notuð eru við framleiðslu rafhalaða, segir Ilner.

Are Solli, er formaður starfsgreinaráð raf- og tölvutækni er sammála Ilner.

– Við eigum þær kennslugreinar sem þarf til í raf- og tölvutækni í grunnnáminu Vg1 og raf-orku og sjálfvirkni á Vg2. Svo er það hlutverk rafhlöðuverksmiðjanna að komast að því hvers konar nema þau vilja fá, segir Solli.

Byggir á fagbréfi

– Hver getur sótt um inngöngu í rafhlöðufagskólann?

– Þeir sem hafa fagbréf í tæknigreinum, rafiðnaðargreinum og birgða- og flutningaþjónustu. Þar að auki geta þeir sem hafa fimm ára reynslu farið í mat á raunfærni, segir Tommy Hvidsten, sem hefur um árabil kennt rafiðnaðargreinar og sjálfvirkni.

– Lesið einnig greinina „Fagbréf staðfestir nám á vinnustað“

Merkisverkefni

Rektor Fagskólans í Viken, Eirik Hågensen, gleðst yfir því tækifæri sem fagverkafólk fær nú til þess að leggja sitt af mörkum við grænu umbreytinguna.

– Í þessu merkisverkefni uppfærum við „fullorðna“ fagverkafólkið til þess að það geti unnið við nýja græna orku, segir hann.

Fagskólinn í Viken hefur auðkennt breitt námssvið skólans. Á síðasta ári féllu skólanum í skaut hin eftirsóttu gæðaverðlaun fyrir nám ætlað starfsfólki sveitarfélaganna, Athugunar- og matsfærni í heilbrigðisþjónustunni.

Nyeste artikler fra NLL

Marika Danielsson

10/06/2025

Finland

5 min.

Att klara en kris handlar inte om vad du har i skåpen – utan om vad du vet och kan. Det är något Marika Danielsson, sakkunnig i beredskap vid Marthaförbundet, starkt betonar. Förbundet utbildar hushåll i hela Finland i hur man kan förbereda sig hållbart för vardagliga störningar. Hennes budskap är tydligt: Beredskap är ett livslångt lärande.

Grupp i militärkläder och lila mössor sätter upp tält i en skog vid solnedgång.

04/06/2025

Finland

5 min.

När Nina Ahtola bytte däck på en VW-buss under en kurs i krisberedskap för kvinnor var det första gången – men inte den sista. – Som kvinna vill man kunna det här, säger hon.

Två unga kvinnor i ett kök, en läser en tidning medan den andra tittar bort i förgrunden.

28/05/2025

Åland

4 min.

Trots att Åland och resten av Finland har ungefär lika stor andel NEETs (Not in Employment, Education or Training), finns det skillnader i hur unga som varken studerar eller arbetar hanteras på Åland.

Share This