28/05/2024

Norge

Stafræn hæfni, Atvinnulíf

Stafræn umbreyting í atvinnulífinu – hvernig getur hún reynst í atvinnulífinu?

Fáðu yfirlit yfir nýjasta efni frá neti NVL um stafvæðingu í atvinnulífinu

Digital omstilling i arbeidslivet – hvordan kan det fungere i praksis?

Stafræn umbreyting í atvinnulífinu – hvernig getur hún reynst í atvinnulífinu?

Rannsóknarverkefni um lítil og meðalstór iðnfyrirtæki

NVL tengslanetið Stafvæðing í atvinnulífinu átti í samstarfi með teymi frá háskólanum í Álaborg um rannsóknarverkefni á árunum 2022 og 2023. Tilgangurinn var að kanna hvernig stafrænni umbreytingu háttar hjá litlum og il og meðalstórum iðnfyrirtækjum og færniþörfunum sem henni fylgir.

Í skýrslunni „Atvinnulíf framtíðarinnar í stafrænni umbreytingu“ er lögð áhersla á mikilvægi þess að draga starfsfólk til þátttöku með hliðsjón af því að stafræn þróun á sér stað í áþreifanlegu samhengi þar sem þátttakendur hafa mismunandi þarfir. Í skýrslunni eru fimm ráð sem geta nýst fyrirtækjum og yfirvöldum til að auðvelda ferla með áherslum á mismunandi sjónarmið.

Miðlunar viðburðir til þjóðanna

Haustið 2023 og veturinn 2024 hefur netið lagt sitt af mörkum við að miðla niðurstöðum á Norðurlöndunum fimm:

  • Á Íslandi var gert myndbandshljóðvarp þar sem Dr Tryggvi Thayer við Háskóla Íslands, veltir fyrir sér ráðum rannsóknarverkefnisins. Sjá það hér á ensku.
  • Bæði í Svíþjóð og Finnlandi hefur verið efnt til vefstofa þar sem tillögur í skýrslunni eru ræddar og útskýrðar. Sænska vefstofan var haldin í tengslum við Stafvæðingardaginn (s. Digitaliadagen) haustið 2023 og er hægt að horfa á það á vefsíðunni: Stafvæðingardagurinn: Þemadagur um stafrænt samfélag framtíðarinnar á sænsku. Finnsku vefstofuna er hægt að horfa á hér (með enskum texta). Í Noregi voru valdar tillögur kynntar aðilum atvinnulífsins, á fundi stjórnsýsluhóps Hæfnistefnuráðs í febrúar.
  • Í Danmörku hafa verið haldnir fundir með aðilum atvinnulífsins á vegum Samtökum iðnaðarins í Danmörku og verkalýðsfélagsins 3F.
  • Í Noregi voru valdar tillögur kynntar aðilum atvinnulífsins, á fundi stjórnsýsluhóps Hæfnistefnuráðs í febrúar hér.

Þar að auki héldu NVL í Noregi og stofnun háskóla og færni morgunverðarmálþing með nærri 70 skráðum þátttakendum í Osló í apríl 2023. Niðurstöður mats á viðburðinum kváðu mikill meirihluti þátttakenda að fyrirlestrarnir hefðu bæði verið gagnlegir og veitt innblástur.

Hér eru nánari upplýsingar um viðburðinn og einnig er hægt að horfa á upptökur af fyrirlestrum Mie Buhsl, Benedikte Sterners og Liv Dingsørs.

Få NLL’s nyhedsbrev

Med NLLs nyhedsbrev får du: Nyeste viden fra NLL som fx policy briefs og rapporter, vigtige nyheder fra de nordiske lande, aktuelle artikler, der går i dybden med feltet på tværs af sektorer, temaer og geografi samt overblik over kommende konferencer, seminarer og events.

Flere nyheder fra NVL

Group photo of diverse adults standing outdoors by a lake in autumn, posing together and smiling.

07/11/2025

Norden

Helsinki, October 22nd — The Nordic Network for Lifelong Learning (NLL) convened a dynamic stakeholder hearing to address one of the region’s most pressing challenges: digital integration. With 26 participants from across sectors, the event focused on bridging the gap between structural barriers and practical solutions with the goal of shaping NLL’s strategy for 2025–2027.

To personer arbejder med træbearbejdning og påfører lim på et stykke lyst træ i et værksted.

03/11/2025

Danmark

Et nyt europæisk forskningsprojekt skal give indsigt i, hvorfor færre unge vælger en erhvervsuddannelse – og hvordan politik og kultur kan ændre udviklingen.

Studenter studerar vid skrivbord i ett bibliotek med böcker och läslampor.

30/10/2025

Sverige

I ett samhälle som präglas av polarisering, digitalisering och globalisering spelar folkbildningen en unik roll.

Share This