31/05/2023

Norge

Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla, Menntastefna, Háskólamenntun, Iðn- og starfsmenntun, Ævinám

Yfirlit yfir færniþarfir í Noregi: Vilja samræma menntunina við þarfir atvinnulífsins

Ríkisstjórnin vísar til aðgerða til að mennta nógu marga með þá hæfni sem atvinnulífið þarfnast á næstu árum.

Utsynsmeldingen: Vil matche utdanningen med arbeidslivets behov

Ríkisstjórnin vill að menntunin uppfylli hæfniþarfir atvinnulífsins í ríkari mæli

Þingsályktunartillaga norsku ríkisstjórnarinnar „Yfirlit yfir hæfniþarfir í Noregi“, eða betur þekkt sem „Utsynsmeldingen“, var kynnt í lok mars á þessu ári og þar er lýst aðgerðum sem gripið verður til meðal annars til að samræma betur námsframboð og þarfir atvinnu- og samfélagslífs. Forsaga þessa er að allar spár sýna að fólki á vinnualdri í Noregi mun hlutfallslega fækka þar sem eldri íbúum fjölgar sífellt og færri teljast í ungmennaárgöngum. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ráða nauðsynlegt vinnuafli.

Ola Borten Moe, ráðherra rannsókna og háskóla, segir að forgangsraða þurfi menntun sem er eftirsótt bæði frá nemendum og atvinnulífinu og sem veitir hæfni sem er nauðsynleg fyrir Noreg.

Ríkisstjórnin vill forgangsraða þeirri hæfni sem þarf til afkastamikils og samkeppnishæfs atvinnulífs, til grænna umskipta, til að tryggja góða velferðarþjónustu um allan Noreg auk þess að efla hæfni og virkja fleiri sem standa utan atvinnulífsins. Þær aðgerðir sem lagðar eru til voru settar fram á grundvelli skýrslna hæfnisþarfanefndar sem og skýrslu sem mælingarnefnd skilaði í október á síðasta ári.

Umfang fræðslunnar verður samkvæmt nauðsynlegum þörfum atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að háskólar og framhaldsskólar setji upplýsingatækni, heilbrigðismál og menntun í forgang sem nauðsynleg eru fyrir græn umskipti, að verkmenntunarskólar setji tæknigreinar, heilsu- og aðrar námsgreinar sem nauðsynlegar eru fyrir græn umskipti í forgang og að háskólamenntun meti þörf á að leggja frekari áherslu þarfir samfélagsins fyrir hæfni.

Lestu meira um Utsynsmeldingen hér.

Få NLL’s nyhedsbrev

Med NLLs nyhedsbrev får du: Nyeste viden fra NLL som fx policy briefs og rapporter, vigtige nyheder fra de nordiske lande, aktuelle artikler, der går i dybden med feltet på tværs af sektorer, temaer og geografi samt overblik over kommende konferencer, seminarer og events.

Flere nyheder fra NVL

Woman using a tablet with keyboard case while sitting on a couch.

01/07/2025

Finland

Olemme Suomessa siirtymässä älyvankiloiden aikaan, niin uusissa kuin vanhemmissa vankiloissamme. Näissä vankiloissa hyödynnetään samaa teknologiaa, jota tarvitsemme jokapäiväisessä elämässämme.

Woman using a tablet with keyboard case while sitting on a couch.

26/06/2025

Finland

In Finland, a shift towards Smart Prisons is occurring in both old and new prison facilities. These institutions now make use of the technology that we need in our everyday lives.

Ung kvinna i sportkläder står vid ett stängsel på en utomhustennisbana.

26/06/2025

Sverige

Vuxenutbildning inom Kriminalvården i Sverige motsvarar kommunal vuxenutbildning, Komvux. Det är utbildning på grundläggande nivå, inklusive sfi, och gymnasial nivå med teoretiska och yrkesinriktade kurser, samt yrkespaket. Utbildningen ger betyg och kan leda till gymnasieexamen.

Share This