29/11/2023

Sverige

Menntastefna, Iðn- og starfsmenntun, Nám fullorðinna

Sænska ríkisstjórnin innleiðir sérstök fjárframlög til þess að efla svæðisbundið starfsnám í héruðum með vaxtamöguleika

Á næsta ári mun sænska ríkisstjórnin innleiða nýjan ríkisstyrk til starfsmenntunar innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaga á framhaldsskólastigi þar sem stofnun nýrra eða stækkun fyrirtækja er fyrirsjáanleg. Þetta á einkum við í strjálbýlum héruðum.

Sveriges regeringen genomför särskild satsning på regionalt yrkesvux i expansiva regioner

Sænska ríkisstjórnin innleiðir sérstök fjárframlög til svæðisbundins starfsnáms í héruðum þar sem hagvöxtur er fyrirsjáanlegur.

Á næsta ári mun sænska ríkisstjórnin innleiða nýjan ríkisstyrk til starfsmenntunar innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaga á framhaldsskólastigi til stofnunar eða stækkunar fyrirtækja. Þetta á einkum við í strjálbýlum héruðum. Ríkisstjórnin hyggst leggja til að árið 2024 verði 125 milljónum sænskra króna varið í þessu skyni, sem samsvarar um 2.000 árlegum nemaplássum.

Fjárfestingin er ætluð starfsmenntun á framhaldsskólastigi og það eru færniþarfir sem ráða því hvaða starfsmenntun og hversu mörg nemapláss verða í boði. Þá þarf jafnframt að skipuleggja tilboðið að höfðu samráði við meðal annars Vinnumálastofnun.

Grundvallarskilyrði fyrir því að hljóta ríkisstyrk verður að sveitarfélagið standi frammi fyrir stórfelldum breytingum á atvinnulífi ýmist vegna stofnunar eða stækkun fyrirtækis eða sé nágranni slíks sveitarfélags. Ekki verður gerð krafa um samfjármögnun frá sveitarfélaginu. Umsækjendur hvaðanæva af landinu eiga að geta sótt um námið.

– Til þess að Svíþjóð geti leikið leiðandi hlutverk í grænum umskiptum er mikilvægt að fjárfesta í menntun. Aðgangur að vinnuafli með rétta kunnáttu er lykilatriði við rafvæðingu iðnaðarins og samfélagsins almennt geti átt sér stað, að fyrirtæki geti aðlagast og til dæmis rafgeymaiðnaðurinn geti byggst upp sem ný atvinnugrein í Svíþjóð, segir Mats Persson menntamálaráðherra.

Nánar her .

Få NLL’s nyhedsbrev

Med NLLs nyhedsbrev får du: Nyeste viden fra NLL som fx policy briefs og rapporter, vigtige nyheder fra de nordiske lande, aktuelle artikler, der går i dybden med feltet på tværs af sektorer, temaer og geografi samt overblik over kommende konferencer, seminarer og events.

Flere nyheder fra NVL

NLL Collaboration Nordplus onepager

09/07/2025

Norden

The collaboration between Nordplus and NLL works on ensuring that the results and experiences from Nordplus projects are highlighted and used to support the development of Nordic education systems.

Woman using a tablet with keyboard case while sitting on a couch.

01/07/2025

Finland

Olemme Suomessa siirtymässä älyvankiloiden aikaan, niin uusissa kuin vanhemmissa vankiloissamme. Näissä vankiloissa hyödynnetään samaa teknologiaa, jota tarvitsemme jokapäiväisessä elämässämme.

Woman using a tablet with keyboard case while sitting on a couch.

26/06/2025

Finland

In Finland, a shift towards Smart Prisons is occurring in both old and new prison facilities. These institutions now make use of the technology that we need in our everyday lives.

Share This