Margir vinnuveitendur meta almenna starfshæfni ekki síður en tæknilega færni, þar sem hún hefur afgerandi áhrif á hve vel einstaklingurinn vinnur í mismunandi vinnuumhverfi. Til dæmis geta samskiptahæfni, geta til teymisvinnu og til að leysa vandamál skipt sköpum við mismunandi aðstæður og haft áhrif á dýnamík á vinnustaðnum.
Á Norðurlöndum er rík hefð fyrir símenntun og inngildingu á vinnumarkaði sem eflir þessa færni. Í pistlaröðinni er kannað hvernig ýmis verkefni og aðgerðir á Norðurlöndum stuðla á virkan hátt að því að styrkja einstaklinga til að takast á við atvinnulíf framtíðarinnar með því að draga fram og votta almenna starfshæfni.