30/01/2023

Norge

Iðn- og starfsmenntun

Milli hreyfanleika og fólksflutninga – ný opinber greinargerð um farandverkafólk í Noregi

Þann 13. desember 2022 skilaði nefnd undir forystu Arnfinns H. Midtbøen greinargerð (NOU 2022:18) til atvinnu- og inngildingarráðherra, Marte Mjøs Persen. Meðal ráðlegginga í greinargerðinni eru: Efling norskukennslu og notkun og aðlögun fyrirliggjandi aðgerða. Lögð er áhersla á að þríhliða atvinnugeiraáætlun gæti nýst sem gagnleg aðferð.

Utvalgsleder Arnfinn Midtbøen overrekker NOU’en til Marte Mjøs Perse. Foto: Simen Gald/ Arbeids- og inkluderingsdepartementet

Formaður nefndarinnar, Arnfinn Midtbøen, afhendir NOU til Marte Mjøs Perse. Mynd: Simen Gald/ ráðuneyti atvinnu- og inngildingarmálefna

Rannsóknin að baki greinargerðarinnar er liður í frekari þróun norskrar stefnu um inngildingu og hafa ýmsar aðlögunaraðferðir verið metnar. Í tillögum nefndarinnar hefur fræðsla og þjálfun mikið vægi. Ráðherra atvinnu- og inngildingarmála þakkaði skýrsluna sem ríkisstjórnin mun nú lesa vel, sagði hún.

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa vald á norsku. – Ríkisstjórnin mun tryggja betri þjálfun í tungumáli og öryggismenningu, sagði Persen þegar hún fékk NOU skýrsluna. Að sögn ráðherra er þekking á norska atvinnulífslíkaninu einnig mikilvæg. Hún sagði ríkisstjórnina vinna að því að frjáls félagasamtök og aðilar atvinnulífsins stæðu saman að því að veita upplýsingar og þekkingu um þríhliða samstarf í Noregi. Ræðu ráðherra má lesa hér.

Í skýrslunni er umfjöllun um marga þætti. Í henni eru lýsingar á bæði núverandi ástandi og sögulegri og lýðfræðilegri þróun, auk ýmissa málaflokka sem hafa áhrif á líf farandverkafólks, þar á meðal inngildingar, atvinnu-, velferðar-, færni- og menntastefnu. Sjöundi kafli, varðar sérstaklega þjálfun og menntun fullorðins farandverkafólks, en þar er fjallað um mennta- og færnistefnu Noregs. Fyrir marga innan þessa hóps gæti verið þörf á viðurkenningu – og frekari þróun – þeirrar sérfræðiþekkingar sem þeir búa yfir við komuna til Noregs. Þetta á bæði við í efnahagssveiflum í samfélaginu og þá einstaklinga sem vilja sækja um önnur störf.

Margir farandverkamenn vinna sem ófaglærðir starfsmenn á norskum vinnustöðum, þrátt fyrir að þeir hafi formlega færni frá heimalandi sínu. Þetta kann að stafa af því að það sem kallað er í skýrslunni „menntun og hæfni sem þeir höfðu með sér“ hlaut aldrei viðurkenningu í Noregi. Það getur líka tengst því að þá skortir nauðsynlega kunnáttu, til dæmis aukanámskeið sem eru talin nauðsynleg til að geta hlotið norsk starfsréttindi. Í kaflanum er nánar lýst vottunarferli á færni sem einstaklingar hafa aflað sér í öðrum löndum. Að mati nefndarinnar getur þetta verið mikilvægt tæki, bæði til að fleiri geti nýtt sér færni sína og jafnframt til þess að hægt sé að mæta færniþörfum atvinnulífsins. Kerfi fyrir vottun á erlendri fag- og starfsmenntun getur einnig verið leið til að sporna gegn óviðunandi launum og vinnuskilyrðum í atvinnugreinum þar sem margir farandverkamenn starfa.

Greinargerðina NOU 2022:18 Milli hreyfanleika og fólksflutninga – ný opinber greinargerð um inngildingu farandverkafólks í norskt atvinnulíf og samfélag (n. Mellom mobilitet og migrasjon. Arbeidsinnvandreres integrering i norsk arbeids- og samfunnsliv) í heild sinni má nálgast hér.

Flere nyheder fra NVL

Två unga kvinnliga forskare i laboratorieutrustning arbetar med kemiska lösningar i ett laboratorium.

18/03/2025

Sverige

Sverige är och har länge varit en framstående tekniknation, ett ingenjörsland. God tillgång till arbetskraft med rätt kompetens är en förutsättning för att svensk industri ska fortsätta att expandera och leda den globala omställningen. Sverige behöver därför utbilda fler inom naturvetenskap och teknik.

To kvinder står i en skovlysning og snakker, mens de holder kopper. Solen skinner gennem træerne, og i baggrunden ses flere personer, herunder et barn og en mand i sort tøj.

14/03/2025

Norden

Are you working with education for sustainable development or wish to do so? Do you have doubts or troubles with how to (better) teach and create transformative education for sustainability? This one-pager gathers reflections and advice from six Nordic educational organisations with experience in the field.

Starkt grepp om lärande. Opin.fi öppnas i april 2025.

13/03/2025

Finland

Alla finska högskolor arbetar inom ramen för en gemensamt överenskommen digivision2030. Ett synligt resultat är en digital plattform, opin.fi, som på sikt samlar 37 högskolors öppna utbud på en och samma adress. Tjänsten öppnar i mitten av april och erbjuder kurser på finska, svenska och engelska. Under lanseringsskedet i april kommer 25 högskolor att erbjuda kurser. Det innebär cirka 6 000 kurser eller motsvarande utbildningsmöjligheter. 

Share This