30/01/2023

Norge

Iðn- og starfsmenntun

Milli hreyfanleika og fólksflutninga – ný opinber greinargerð um farandverkafólk í Noregi

Þann 13. desember 2022 skilaði nefnd undir forystu Arnfinns H. Midtbøen greinargerð (NOU 2022:18) til atvinnu- og inngildingarráðherra, Marte Mjøs Persen. Meðal ráðlegginga í greinargerðinni eru: Efling norskukennslu og notkun og aðlögun fyrirliggjandi aðgerða. Lögð er áhersla á að þríhliða atvinnugeiraáætlun gæti nýst sem gagnleg aðferð.

Utvalgsleder Arnfinn Midtbøen overrekker NOU’en til Marte Mjøs Perse. Foto: Simen Gald/ Arbeids- og inkluderingsdepartementet

Formaður nefndarinnar, Arnfinn Midtbøen, afhendir NOU til Marte Mjøs Perse. Mynd: Simen Gald/ ráðuneyti atvinnu- og inngildingarmálefna

Rannsóknin að baki greinargerðarinnar er liður í frekari þróun norskrar stefnu um inngildingu og hafa ýmsar aðlögunaraðferðir verið metnar. Í tillögum nefndarinnar hefur fræðsla og þjálfun mikið vægi. Ráðherra atvinnu- og inngildingarmála þakkaði skýrsluna sem ríkisstjórnin mun nú lesa vel, sagði hún.

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa vald á norsku. – Ríkisstjórnin mun tryggja betri þjálfun í tungumáli og öryggismenningu, sagði Persen þegar hún fékk NOU skýrsluna. Að sögn ráðherra er þekking á norska atvinnulífslíkaninu einnig mikilvæg. Hún sagði ríkisstjórnina vinna að því að frjáls félagasamtök og aðilar atvinnulífsins stæðu saman að því að veita upplýsingar og þekkingu um þríhliða samstarf í Noregi. Ræðu ráðherra má lesa hér.

Í skýrslunni er umfjöllun um marga þætti. Í henni eru lýsingar á bæði núverandi ástandi og sögulegri og lýðfræðilegri þróun, auk ýmissa málaflokka sem hafa áhrif á líf farandverkafólks, þar á meðal inngildingar, atvinnu-, velferðar-, færni- og menntastefnu. Sjöundi kafli, varðar sérstaklega þjálfun og menntun fullorðins farandverkafólks, en þar er fjallað um mennta- og færnistefnu Noregs. Fyrir marga innan þessa hóps gæti verið þörf á viðurkenningu – og frekari þróun – þeirrar sérfræðiþekkingar sem þeir búa yfir við komuna til Noregs. Þetta á bæði við í efnahagssveiflum í samfélaginu og þá einstaklinga sem vilja sækja um önnur störf.

Margir farandverkamenn vinna sem ófaglærðir starfsmenn á norskum vinnustöðum, þrátt fyrir að þeir hafi formlega færni frá heimalandi sínu. Þetta kann að stafa af því að það sem kallað er í skýrslunni „menntun og hæfni sem þeir höfðu með sér“ hlaut aldrei viðurkenningu í Noregi. Það getur líka tengst því að þá skortir nauðsynlega kunnáttu, til dæmis aukanámskeið sem eru talin nauðsynleg til að geta hlotið norsk starfsréttindi. Í kaflanum er nánar lýst vottunarferli á færni sem einstaklingar hafa aflað sér í öðrum löndum. Að mati nefndarinnar getur þetta verið mikilvægt tæki, bæði til að fleiri geti nýtt sér færni sína og jafnframt til þess að hægt sé að mæta færniþörfum atvinnulífsins. Kerfi fyrir vottun á erlendri fag- og starfsmenntun getur einnig verið leið til að sporna gegn óviðunandi launum og vinnuskilyrðum í atvinnugreinum þar sem margir farandverkamenn starfa.

Greinargerðina NOU 2022:18 Milli hreyfanleika og fólksflutninga – ný opinber greinargerð um inngildingu farandverkafólks í norskt atvinnulíf og samfélag (n. Mellom mobilitet og migrasjon. Arbeidsinnvandreres integrering i norsk arbeids- og samfunnsliv) í heild sinni má nálgast hér.

Få NLL’s nyhedsbrev

Med NLLs nyhedsbrev får du: Nyeste viden fra NLL som fx policy briefs og rapporter, vigtige nyheder fra de nordiske lande, aktuelle artikler, der går i dybden med feltet på tværs af sektorer, temaer og geografi samt overblik over kommende konferencer, seminarer og events.

Flere nyheder fra NVL

En gruppe eldre personer står i en sirkel og legger hendene oppå hverandre i en gest av samhold og fellesskap.

10/11/2025

Norge

Den norske regjeringen har i sitt forslag til Statsbudsjettet 2026 satt av til sammen 125,5 millioner kroner til et nytt rekrutteringsprogram. Målet med programmet er å inkludere primært unge som i dag står utenfor arbeid og utdanning, i de kommunale helse- og omsorgstjenestene.

Group photo of diverse adults standing outdoors by a lake in autumn, posing together and smiling.

07/11/2025

Norden

Helsinki, October 22nd — The Nordic Network for Lifelong Learning (NLL) convened a dynamic stakeholder hearing to address one of the region’s most pressing challenges: digital integration. With 26 participants from across sectors, the event focused on bridging the gap between structural barriers and practical solutions with the goal of shaping NLL’s strategy for 2025–2027.

To personer arbejder med træbearbejdning og påfører lim på et stykke lyst træ i et værksted.

03/11/2025

Danmark

Et nyt europæisk forskningsprojekt skal give indsigt i, hvorfor færre unge vælger en erhvervsuddannelse – og hvordan politik og kultur kan ændre udviklingen.

Share This