31/10/2023

Sverige

Nám fullorðinna, Jöfn tækifæri

Gott nám i sænsku ætti að veita fleira fólki tækifæri til atvinnu og að afla sér tekna

Í Svíþjóð standa sveitarfélög og fræðsluaðilar á ólíkan hátt að því að kortleggja þekkingu nemenda við upphaf náms.

Stärkt sfi ska få fler personer i arbete och möjlighet att försörja sig

Gott nám i sænsku ætti að veita fleira fólki tækifæri til atvinnu og að afla sér tekna

Í Svíþjóð standa sveitarfélög og fræðsluaðilar á ólíkan hátt að því að kortleggja þekkingu nemanda áður en nám hefst. Í tillögum úr niðurstöðum könnunar um aukin gæði og jafnræði í námi fullorðinna á framhaldsskólastigi (se. Komvux) fyrir nemendur með sænsku sem annað tungumál (KLIVA) eru kröfur um nákvæma kortlagningu á þekkingu nemenda, sem ætlað er að stuðla að betri skipulagningu á náms hvers einstaks nemanda, hertar. Markmiðið er að fleiri einstaklingar um allt land ljúki námi í sænsku fyrir innflytjendur (svensk for innvandrare, sfi).

Mörg þeirra sem eru fædd erlendis eru utan vinnumarkaðs. Skortur á færni í sænsku er ein af orsökum atvinnuleysis. Mikilvæg forsenda þess að geta fengið atvinnu og um leið tækifæri til að framfleyta sér er að læra sænsku. Einnig verður brýnt fyrir fólk frá Úkraínu, sem dvelur í Svíþjóð og nýtur verndar hinnar svokölluðu fjöldaflóttamannatilskipunar, að geta framfleytt sér ef dvölin verður til langframa.

– Vonast er til að þetta leiði til betri árangurs náms í sænsku fyrir innflytjendur. Sveitarfélög þurfa einnig að skrá aðgerðir sem gripið er til að ná til þeirra sem eiga rétt á slíku námi og hvetja til þátttöku í náminu. Umfram allt ætti það að leiða til þess að fleiri konur taki þátt í sænskunámi fyrir innflytjendur, segir Johan Pehrson, ráðherra vinnumarkaðs og málefna innflytjenda.

– Forsenda þess að fólk frá Úkraínu fái vinnu er að það búi yfir kunnáttu sem er eftirsótt á vinnumarkaði og hafi vald á sænskri tungu. Því er mikilvægt að þetta fólk fái líka aðgang að sænskunámi fyrir innflytjendur, segir Mats Persson menntamálaráðherra.

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 leggur sænska ríkisstjórnin til að sveitarfélögum verði veittar 29 milljónir sænskra króna þóknun vegna kennslu í sænsku fyrir innflytjendur og að 80 milljónum sænskra króna verði varið til að sveitarfélög geti boðið upp á nám í sænsku fyrir fullorðna frá Úkraínu.

Nánar hér

Flere nyheder fra NVL

To kvinder står i en skovlysning og snakker, mens de holder kopper. Solen skinner gennem træerne, og i baggrunden ses flere personer, herunder et barn og en mand i sort tøj.

14/03/2025

Norden

Are you working with education for sustainable development or wish to do so? Do you have doubts or troubles with how to (better) teach and create transformative education for sustainability? This one-pager gathers reflections and advice from six Nordic educational organisations with experience in the field.

Starkt grepp om lärande. Opin.fi öppnas i april 2025.

13/03/2025

Finland

Alla finska högskolor arbetar inom ramen för en gemensamt överenskommen digivision2030. Ett synligt resultat är en digital plattform, opin.fi, som på sikt samlar 37 högskolors öppna utbud på en och samma adress. Tjänsten öppnar i mitten av april och erbjuder kurser på finska, svenska och engelska. Under lanseringsskedet i april kommer 25 högskolor att erbjuda kurser. Det innebär cirka 6 000 kurser eller motsvarande utbildningsmöjligheter. 

Tre personer sitter på stolar i ett ljust rum, håller i papper och samtalar, troligen under en jobbintervju eller väntesituation.

11/03/2025

Sverige

Arbetslösa utan gymnasieutbildning möter svårigheter på arbetsmarknaden. Därför är det viktigt att fler arbetslösa får möjlighet att delta i komvuxutbildningar för att öka sina chanser till anställning. För att underlätta detta behöver Arbetsförmedlingen förbättra sin tillgång till information om arbetssökandes som går en utbildning på komvux. Regeringen har därför beslutat att ta fram en lagrådsremiss som inkluderar ett förslag om att kommuner ska ha en uppgiftsskyldighet gentemot Arbetsförmedlingen.

Share This