Færniþróun
Artikler
Þegar Nina Ahtola skipti um dekk á VW-rútu á neyðarviðbúnaðarnámskeiði fyrir konur var það í fyrsta – en ekki í síðasta skipti. „Sem kona vilt þú geta þetta,“ segir hún.
Bergmálshellar, skautun, algrím og misvísandi upplýsingar eru algeng orð í umræðum um samfélagsmiðla. Skilja allir merkingu orðanna? Þeir sem tilheyra hópum þeirra sem hafa takmarkaða menntun eða málskilning og sumir aldraðir geta auðveldlega lent í vandræðum þegar þessi orð eru notuð.
Nefnd um hæfniumbætur hefur kannað hvernig Norðmenn geta náð árangri með símenntun í atvinnulífinu. Þrátt fyrir nafn nefndarinnar hefur hún ekki lagt til stórfelldar umbætur, heldur byggir tillögur sínar aðallega á núverandi kerfum. Það sem virkar vel ætti að efla og þróa áfram. Nefndin hefur skilað ítarlegri skýrslu með fjölbreyttum tillögum, sem koma fram í 23 meginatriðum.
Undirbúningur fyrir formennsku Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2025 stendur nú sem hæst. Ulla-Jill Karlsson og Sini Keinonen starfa báðar við finnska mennta- og menningarmálaráðuneytið og greina frá áætlunum á því sviði. Megnin viðfangsefnin snúi að aðgerðum er varða menntun og nám fullorðinna.
– Við fylgjum nemendum okkar eftir alla þeirra ævi, segir i Kim Gylling skólameistari verkmenntaskólans á Álandseyjum.
Nú er hægt að njóta aðstoðar við að skapa sér öruggt stafrænt umhverfi.
Sonja Bäckman, samhæfingaraðili sem veitir eldri borgurum í Finnlandi aðstoð, er ein þeirra fyrstu til að prófa Starfræna verkfærakistu NVL. – Við viljum efla sjálfsvirðingu eldri borgara okkar og sýna að þeir geti spjarað sig í nútímasamfélagi og séu mikilsverðir,segir hún.
Þriðji hver námsmaður við Fullorðinsfræðslumiðstöðina við Stórabelti er í vinnu. Hins vegar hafa námsmenn þar oft neikvæða reynslu af því að sækja nám í skóla. Þátttakendur á námskeiðinu verða móttækilegri fyrir að læra dönsku eða ensku þegar kennslan byggir á verkefnum tengdum starfi.
ESB hefur forgangsraðað hæfni í atvinnulífinu hátt og skýrt í áætlun sinni og varið heilu ári sem „Evrópuári færninnar“, (e. European Year of Skills) einfaldlega skammstafað EYS. Þeir sem höfðu gefið sig alla að verkefninu notuðu stór orð. Á lokaráðstefnunni í Brussel í apríl var sagt: Árið verður stökkpallur að færnibyltingu. Það er kannski ekki alveg svo einfalt.
Verið getur að margt starfsfólk upplifi síendurteknar lotur af stafvæðingu á vinnustað sem óyfirstíganlegan þröskuld. Sumir fórna höndum og segja, nei, ég nenni þessu ekki, ég fer frekar á eftirlaun þó ég gæti alveg unnið lengur. Með notkun gervigreindar (AI) hefur stafræna áskorunin tekið nýja stefnu.
Missið ekki af ráðstefnunni “Taking great strides towards sustainable competence” 11.-12. apríl í Skellefteå þar sem fyrirlesarar eins og Olof Gränström og Simon Dahlgren miðla reynslu sinni við að meta gögn til þess að skilja breytingar á samfélaginu og aðlaga nám að þörfum fyrirtækja.
Sameiginleg formgerð fyrir hæfni og raunfærni, þar sem allt nám er gert sýnilegt er langtímamarkmiðið. Erasmus Plus verkefnið NOVA-Nordic snýst um að því að draga fram og bera saman fyrirliggjandi formgerð og ferla.
Þeir sem afplána í norrænum fangelsum sinna daglegum verkefnum og hafa tækifæri til náms. Margir hafa hætt í skóla og hafa kannski slæma reynslu af skólanum. Þegar starf og skóli, verk og fræði tengjast nánar getur það verið hvetjandi og eflt námið. Lítið dæmi um þetta er úr danska fangelsinu Kragskovhede.