– Við lifum á tímum trúnaðarkreppu og skorts á trausti.
Þannig lýsti vísindamaðurinn Minna Aslama Horowitz þeirri óvissu sem einkennir upplýsingasamfélag nútímans. Við lifum í veruleika þar sem hefðbundin heimildarrýni gagnast ekki lengur og þar sem gervigreindin breytir því hvernig við skiljum heiminn.
Daga 18.–19. september komu vísindamenn, kennarar, fulltrúar stjórnvalda og bókasafnsþróunaraðilar frá öllum Norðurlöndum saman í aðalbókasafninu Oodi í Helsinki. Ráðstefnan um fjölmiðlalæsi og lýðræðismenntun til eflingar félagslegra seiglu var skipulögð í samstarfi við NLL í tilefni af formennsku Finna fyrir Norrænu ráðherranefndinni. Meginþemað var: Hvernig eflum við lýðræðislegt viðnám borgaranna á stafrænni öld?

Gervigreind og traust – rauðir þræðir
Alt frá opnunarræðu til lokavinnustofa komu sömu tvö hugtök fram aftur og aftur: gervigreind og traust. Þemað reyndist snúast um hvernig samfélagið getur varðveitt möguleika á sameiginlegum, raunverulegum og traustvekjandi veruleika þegar upplýsingar, samskipti og staðreyndir eru síaðar í gegnum sífellt flóknari kerfi.
Prófessor Julian McDougall frá Bournemouth-háskóla lagði sitt af mörkum með ítarlegum fyrirlestri, en aðalhugmyndin var samt: „We have to claim less to change more”.
Minna Aslama Horowitz, sérfræðingur við Háskólann í Helsinki, var ein af aðalræðumönnum ráðstefnunnar.
– Við verðum að hugsa um læsi, sem margvítt hugtak í heimi og á tíma algrímsins. Gervigreind er svo flókin. Læsi snýst einnig um að við öðlumst skilning á því hvaða áhrif gervigreind hefur á samfélagsgerð okkar.
Hún benti einnig á ákveðna þversögn:
– Hvernig getur ungt fólk treyst einhverju þegar allt snýst um að við kennum þeim að vera gagnrýnin? Hverju geta þau þá treyst?
Aslama Horowitz lagði áherslu á að málið snúist ekki aðeins um menntun í klassískum skilningi, heldur um að valdefla samfélagið og standa gegn sundrandi opinberri umræðu.
– Við vitum að við vitum ekki. Könnun frá 2023 sýnir að aðeins 50 prósent þátttakenda treysta eigin þekkingu.

Lýðræði og gervimenni í stað kennara
Þegar í opnunarræðu sinni gaf menntamálaráðherra Finnlands, Anders Adlercreutz, tóninn:
– Lýðræði er lífsstíll, ekki stjórnmálaáætlun. Menntun er okkar helsta verkfæri til að efla lýðræði.
Hann lagði áherslu á að fjölmiðlalæsi snúist um borgaralega færni – þekkingu og færni sem þarf til að taka fullan þátt í samfélaginu sem borgarar. Ráðherrann kallaði þetta ekki „mjúka færni“ heldur „kjarnafærni“ í lýðræðislegu samfélagi.
Vilano Qiriazi frá Evrópuráðinu hóf sitt erindi á því að leggja áherslu á mikilvægi bókasafna og safna sem hluta af sameiginlegri miðlun sögunnar. Á tímum þegar gervimenni sem koma í stað kennara eru orðnir hluti af menntakerfinu gegna þessar stofnanir enn mikilvægara hlutverki.
– Málefni sem tíðrætt er innan ESB um þessar mundir, staðfesti hann.
Norrænt samstarf fyrir framtíðina
Norræna fjölmiðlalæsiskönnunin (e. Nordic Media Literacy Survey) er sú fyrsta sinnar tegundar. Sameiginleg rannsókn þar sem fimm Norðurlandaþjóðir kortlögðu hvernig borgararnir skilja og tengjast fjölmiðlaumhverfi nútímans. Könnunin var kynnt á ráðstefnunni og í kjölfarið fóru fram pallborðsumræður.
Sérstakt áhyggjuefni voru fjölmiðlavenjur og skilningur ungs fólks á hugtökum. Könnunin sýnir að margir geta ekki greint á milli blaðamennskumiðla og stafræns vettvangs. Til dæmis, er litið á Facebook sem opinbera þjónustu.
– Margir eru ekki meðvitaðir um að Facebook hefur ekki ritstjóra í venjulegum skilningi, eða einhvern sem stýrir efninu, sagði Miriam Michaelsen frá Danmörku.
Hún minnti einnig á gamlan sannleika í stafrænu samfélagi:
– Ef þú borgar ekki, þá ert þú varan. Margir íhuga ekki þá staðreynd að einhver er í raun að græða peninga á nethegðun þeirra.
Könnunin vekur ekki aðeins upp spurningar um það sem við kennum, heldur einnig um orðaval – og í hverju ábyrgð bæði kennara og þeirra sem stýra vettvangi öllu því ferli felst.

Aldraðir – hinn ósýnilegi markhópur
Þó að börn og ungmenni séu oft í brennidepli þegar kemur að fjölmiðlalæsi, þá leiddi norræna könnunin nokkuð óvænt í ljós: aldraðir eru þeir sem gætu haft mesta þörf fyrir stuðning.
– Könnunin sýndi að þeir nota til dæmis Facebook mikið. En hversu vel læsir á fjölmiðla eru þeir? Er einhver sem getur hjálpað þeim? spurði Skúli Bragi Geirdal.
Hann sagði að á Íslandi hefði þetta þegar hafa leitt til viðbragða og aðgerða. Þegar gögn úr könnuninni sýndu greinilega annmarka á fjölmiðlalæsi meðal aldraðra var fyrsta landsátakinu hrint af stað til að styrkja bæði stafræna hæfni og fjölmiðlalæsi þeirra.
Frá kenningum til framkvæmdar
Síðdegis á fyrsta degi ráðstefnunnar áttu þátttakendur kost á að velja á milli þriggja samsíða vinnustofa. NLL skipulagði vinnustofuna „Að efla borgaralega hæfni með símenntun – leiðarvísir að seiglu“. Johanni Larjanko frá NLL leiddi vinnustofuna og bauð upp á fjölbreytta dagskrá sem undirstrikaði mikilvægi símenntunar.
Í vinnustofunni um hlutverk bókasafna sem opinna, aðgengilegra lýðræðisrýma lýsti Marjo Hietikko frá borgarbókasafninu í Tampere sem nýrri fyrirmynd til að efla lýðræðisvitund. Lýðræðisskanninn (e. Democracy Scan) er aðferð til að kortleggja og þróa lýðræðisstarfsemi bókasafna.
– Í bókasöfnum býr ofurkraftur. Við erum hentugur vettvangur fyrir inngildingu, sagði hún.
Þá gaf Jonna Steinrud frá Svíþjóð raunhæf dæmi úr daglegu lífi sínu sem stafrænn ráðgjafi.
– Hvað er það sem við gerum á bókasafninu á hverjum degi án þess að átta okkur á því að þetta er eins konar sérhæfing? Er spurning sem ég hef mikinn áhuga á. Hún snýst um að skilja, greina, finna, framleiða og deila upplýsingum. Þetta er alltaf í gangi, en við þurfum að auka vitund um þá sérstöku hæfni sem liggur að baki.
Samnorræn áskorun
Fyrirlestrar, umræður og kynningar á þessum fyrsta degi sýndu að Norðurlandaþjóðirnar standa frammi fyrir sömu grundvallarspurningum – jafnvel þótt samhengið geti verið mismunandi. Á tímum þar sem gervigreind breytir öllum innviðum þekkingar og sannleika verður lýðræðisleg umræða einnig að breytast.
– Við ættum að fjárfesta meira í innlendum fjölmiðlum almennt. Þjóðleg seigla byggist á gömlu fjölmiðlum (e. legacy media), en hún getur ekki lengur verið á hendi einokunaraðila í einu landi, sagði Minna Aslama Horowitz.
Í ræðu sinni kallaði hún eftir aðgerðum, bæði á landsvísu og sameiginlega.
– Norðurlöndin geta sameinast og jafnframt þrýst á ólíkan stafrænan vettvang um hefja vinnu við að efla fjölmiðlalæsi.
Greinin byggir á efni frá fyrsta degi ráðstefnunnar.
Um ráðstefnuna
- Ráðstefnan um fjölmiðlalæsi og lýðræðismenntun fyrir samfélagslega seiglu var skipulögð af mennta- og menningarmálaráðuneyti Finnlands. Hún var haldin í samstarfi við Mynd- og hljóðstofnunina, finnsku menntamálastofnunina, Norrænu menningargáttina og Norræna netið um símenntun (NLL).
- Dagskrá ráðstefnunnar Fjölmiðlalæsi og lýðræðismenntun fyrir samfélagslega seiglu.



