24/09/2024

Finland

Alþýðufræðsla, Jöfn tækifæri, Stafræn hæfni

7 min.

Ný starfræn verkfæri frá NVL skapa örugg og inngildandi umhverfi

Nú er hægt að njóta aðstoðar við að skapa sér öruggt stafrænt umhverfi.
Sonja Bäckman, samhæfingaraðili sem veitir eldri borgurum í Finnlandi aðstoð, er ein þeirra fyrstu til að prófa Starfræna verkfærakistu NVL. – Við viljum efla sjálfsvirðingu eldri borgara okkar og sýna að þeir geti spjarað sig í nútímasamfélagi og séu mikilsverðir,segir hún.

To ældre mænd sidder og arbejder sammen på en bærbar computer, hvoraf den ene holder en smartphone.

Eldri borgarar í Finnlandi fá aðstoð við notkun stafrænna verkfæra. Ljósmynd/Félagasamtökin Enter.

Sonja Bäckman
Sonja Bäckman starfar sem umsjónarmaður sjálfboðaliðastarfsins þar sem eldri borgarar geta sótt stafrænan stuðning.

-Sumir veigra sér til dæmis við að nota snjallsíma. Forsagan getur oft geymt mismunandi hræðslu og þá er um að gera að komast sér yfir þröskuldinn. Í félagasamtökum okkar er boðið upp á leiðsögn, en áskorunin sem við okkur blasir er að ná til þessa fólks sem þarf á henni að halda, segir Sonja Bäckman.

Hún starfar sem samhæfingaraðili í félagasamtökunum Enter, sem vinna að því að styðja við færni eldri borgara í Suður-Finnlandi, aðallega á Nýlandi.

Sonja Bäckman hefur komið auga á tvö ný verkfæri sem NVL hefur gefið út. Þau voru þróuð af netinu fyrir stafræna inngildingu og nú vill hún halda samræðunum áfram og byrja að prófa verkfærin í reynd.

Okkur má ekki skorta hugrekki til að læra nýja hluti

Annar aðili sem vinnur að stafrænni inngildingu í Finnlandi er Mirva Gullman. Hún gerðist meðlimur í neti NVL um stafræna inngildingu í janúar 2024. Á virkum dögum starfar hún sem sérfræðingur hjá Stofnun um stafvæðingu og þjóðskrá. Það kann að hljóma eins og að um sé að ræða leiðinlega finnska stofnun, en Gullman talar um lífsnauðsynlegt og manneskjulegt starf.

Mirva Gullman
Mirva Gullman er nýr meðlimur í neti NVL um stafræna inngildingu og starfar sem sérfræðingur hjá Stofnuninni fyrir stafvæðingu og þjóskrá í Finnlandi.

– Í dag verða allir að búa yfir stafrænni færni til að lifa af, ekki er nægilegt að læra að nota ýmsar stafrænar þjónustu og forrit. Heldur verðum við líka að hafa hugrekki til að þróa færni okkar og skilja raunverulega mikilvægi stöðugrar þróunar.

Í NVL ráða þveröfug sjónarmið

Meðal nýrra tóla í stafrænu verkfærasetti NVL er stafrænt samskiptatæki sem yfirvöld og annað fagfólk getur til dæmis notað í samstarfi við íbúa til að vekja athygli á ýmsum stafrænum áskorunum.

Mikið af stafrænum stuðningi sem íbúum stendur almennt til boða snýst um tæknilega hlutanum. NVL hefur þess af þeim sökum valið aðra áherslu. Þetta segir stjórnandi netsins, Johanni Larjanko, sem tók þátt í að þróa nýju verkfærin.

– Flest önnur verkfæri snúast um það að komast að því hvað þér þér tekst ekki. Þetta tól virkar öðruvísi. Það reynir að finna galla í kerfinu, ekki galla í þér. Hvar skórinn kreppir? Hvaða ráð eru við því?

Annað tólið, Tengslahringinn (meira á sænsku), er hægt að nota til að kortleggja öll örugg sambönd sem gagnast geta sem stafrænn stuðningur dagsdaglega.

Um stafræna verkfærakistu NVL

Samtalstólið

  • Tólið hjálpar til við að bera kennsl á og takast á við algengar hindranir sem fólk getur staðið frammi fyrir.
  • Það er hannað til að nota í samræðum, sem veitir tækifæri til að lýsa áskorunum í sameiningu og finna lausnir.
  • Hægt er að nota tólið í heild sinni eða aðlaga eftir þörfum.

Tengslahringurinn

  • Tólið hjálpar notendum að bera kennsl á og kortleggja tengsl sín til að skilja hverjir geta veitt stuðning í stafrænu samhengi.
  • Það er hannað til að styðja við stafrænt viðkvæmt fólk með því að skapa yfirsýn yfir samfélagsnet þeirra og hvernig hægt er að nota það til að yfirstíga stafrænar hindranir.
  • Hægt er að aðlaga tólið að þörfum og aðstæðum hvers og eins, sem gerir það sveigjanlegt og gagnlegt í mismunandi samhengi.

Lestu meira um verkfærin og horfðu á myndböndin okkar sem lýsa þeim: Stafræn verkfærakista (e.Digital Toolkit) NVL

Einfalt tæki til að nota

Á fyrsta árinu sem Mirva Gullman hefur verið virk í NVL hefur hún séð tvö ný verkfæri líta dagsins ljós. Hún telur þörf sé fyrir stafræna verkfærakistu NVL og hefur þegar haft tíma til að prófa finnsku útgáfuna.

– Við höfum tekið eftir því að það er ekki alltaf svo auðvelt að finna orðin og að spyrja réttu spurninganna þegar leiðbeint er um stafræn málefni. Viðbrögðin sem ég hef fengið hingað til eru þau að fólki líkar vel við tólið en að smá hnökrar séu á finnsku þýðingunni sem kippa þurfi í liðinn.

Hægt er að nálgast verkfærin á öllum Norðurlandamálunum og færeysku.

Hún lýsir öðru tólinu, Tengslahringnum, sem verkfæri sem auðvelt er í notkun.

– Oft hendir að maður annað hvort veit ekki af eða heldur að mann skorti stafræna færni. En verkfærið gerir ráð fyrir að úrval færni sé fjölbreytt. Grundvallaratriðin eru að við búum öll yfir mismunandi hæfileikum og að allir geta lært nýja hluti.

Sérfræðingar þurfa líka á stuðningi að halda

Mirva Gullman heldur áfram að segja hvetjandi sögur af starfi sínu sem sérfræðingur hjá Stofnuninni fyrir stafvæðingu og þjóðskrá. Hjá DVV, eins og stofnunin heitir í daglegu tali, er boðið upp á efni, fræðslu, leiðbeiningar og stafrænan stuðning fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

– Auk þess styðjum við sveitarfélög og aðra opinbera aðila við nýtingu stafrænna verkfæra. Það getur verið um að ræða allt frá skattyfirvöldum til starfsmanna bókasafna. Við hjálpum einfaldlega því fólki sem síðan stendur í nánum samskiptum við fólkið í Finnlandi, segir Mirva Gullman.

Í starfi sínu hefur hún greint margar áskoranir. Í Austurbotni, þar sem hún býr, er nettenging á mörgum landfræðilegum svæðum ófullnægjandi.

– Önnur áskorun sem blasir til dæmis við fólki sem vinnur í heilbrigðisþjónustu, er að það býr sjálft ekki yfir þeirri stafrænu færni sem ýmis kerfi krefjast, segir Gullman.

To ældre kvinder sidder ved et bord og bruger en tablet, mens de koncentreret diskuterer
Margar áskoranir blasa við þeim sem eru að eldast og verða að lifa í stafrænum heimi sem þeir ólust ekki upp í. Ljósmynd/Félagasamtökin Enter.

Nú er þörf á meiri þjónustu á sænsku í Finnlandi

Sonja Bäckman vinnur sem sagt hjá Enter, sem eru frjáls félagsamtök þar sem eldri borgurum býðst aðstoð við upplýsingatækni.

Enter býður upp á persónulega og ókeypis kennslu, sem getur til dæmis snúist um hvernig á að nota tölvur, spjaldtölvur, snjallsíma eða einhver forrit. Kennslan getur snúist um hvernig eigi að nýta sér starfræna þjónustu banka-, skatta- og heilbrigðisstofnana eða sinna öðrum skyldum samfélagsþegna á stafrænan hátt.

– Um þessar mundir legg ég einkum áherslu á þriggja ára verkefnið „Stafræn saman“, þar sem markmiðið er að þróa þjónustu samtakanna á sænsku. Fram til þessa hafa umsvif þjónustu á sænsku ekki verið mikil.

– Margir aldraðir búa við líkamlegar takmarkanir sem gera þeim erfitt fyrir að nota litla skjái og tæki, svo að þörf er á að vettvangurinn þróist, segir Sonja Bäckman.

Hversu gamall telst til eldri borgara?

– Áður fyrr höfðum við 60 ára aldurstakmark en nú höfum við hætt því, því það getur verið umtalsvert yngra fólk sem af ýmsum ástæðum hefur endaði utan stafræna vettvangsins.

Um starfið sjá sjálfboðaliðar sem sjálfir teljast til eldri borgara.

– Við álítum að þeir sem sjálfir eru aðeins eldri geti útskýrt þetta á skiljanlegri hátt fyrir öðrum á svipuðum aldri. Erfitt getur reynst, ungu fólki sem alist hefur upp við stafræna heiminn að gera það á nógu skýran og einfaldan hátt fyrir einstaklingi sem hefur kannski ekki hugmynd um hvað stafræni heimurinn snýst, segir Sonja Bäckman.

Bókasöfn eru mikilvæg

Í starfinu sem þessar tvær konur sinna hafa bókasöfn mikilvægu hlutverki að gegna. Innan bókasafnsreksturs snýst starf Mirvu Gullman um að hafa umsjón með starfsfólki á bókasöfnunum en Sonja Bäckman leggur áherslu á að skipuleggja til dæmis staðbundna stafræna fundi í samvinnu við bókasöfnin.

Báðir sjá tækifæri til að nýta ný verkfæri NVL í starfi sínu. Nýju verkfærin eru aðgengileg að kostnaðarlausu og þau eru að finna á heimasíðu NVL.

Nyeste artikler fra NLL

Ulrica Taylor

02/07/2025

Finland

5 min.

I Korsholm i Finland växer både grönsaker och lärande. Med skolträdgårdar, fröbibliotek och samarbeten har Ulrica Taylor skapat levande exempel på hållbar utveckling i praktiken. Arbetet tog fart genom NLL:s nordiska nätverk för hållbar utveckling. I dag har frukterna av det samarbetet blivit en lokal kraftkälla för både barn och vuxna.

Arbeidere i beskyttelsesklær bearbeider kjøttprodukter på et produksjonsanlegg.

25/06/2025

Island

7 min.

-Nökkelen til ökte inntekter for bönder i nordvest Island.

Kvinna i blå tröja gestikulerar under samtal med tre personer i ett mötesrum med whiteboard i bakgrunden.

18/06/2025

Sverige

6 min.

Svensk skola och folkbildning kan använda modellen Demokratistegen för att utveckla arbete med demokrati och mänskliga rättigheter. Det kan främja en trygg lärmiljö och förbereda eleverna att bli aktiva deltagare i samhället. Hur kan ni använda modellen i er utbildning?

Share This