29/11/2023

Finland

Alþýðufræðsla, Atvinnulíf

6 min.

Færnimerki breyta vettvangi fullorðinsfræðslu í Finnlandi

Finnar munu á næsta ári innleiða færnimerki fyrir fullorðinsfræðsluna. Marja Juhola frá menntamálastofnuninni og Annika Bussman menntaráðgjafi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa tekið þátt í framsæknu verkefni sem talið er vera einstakt á Norðurlöndunum.

A neoclassical building with columns in an empty square, with a statue of a mounted figure under a clear sky at dawn or dusk.

Færnimerki breyta vettvangi fullorðinsfræðslu í Finnlandi

Á tímum síðustu ríkisstjórnar í Finnlandi naut þróun ævináms forgangs og þá varð ljós þörf fyrir að skýra grunnleikni fullorðinna og varpa ljósi á færniþróun. Þá hófst vinna við þróun færnimerkja fyrir fullorðinsfræðslu.

Marja Juhola
Marja Juhola hefur komið að ferli við þróun færnimerkjanna hjá menntamálastofnuninni

– Nú væntum við þess að þessi færnimerki hljóti jákvæðar viðtökur, og það verði nægilega mörg tækifæri til þess að nýta þau í fullorðinsfræðslunni, segir Marja Juhola verkefnastjóri hjá menntamálastofnun sem stóð að umfangsmiklu vinnuferli.
Næsta vor verður tekið loka skrefið í tæknilega innleiðingin og frá og með ágúst verður hægt að hefja skráningu í menntaupplýsingakerfið Koski.

Pólitísk áætlun til grundvallar

Menntaráðgjafinn Annika Bussman greinir í stuttu máli frá aðdraganda mikillar vinnu við færnimerkin.

Annika Bussman
Annika Bussman er menntaráðgjafi í Finnlandi

– Á tímum síðust ríkisstjórnar naut þróun símenntunar forgangs í Finnlandi og þá beindust sjónir einkum að þróun grunnleikni fullorðinna sem sérstaklega mikilvægs svið fullorðinsfræðslunnar.
Með öðrum orðum voru nú allt í einu pólitískar forsendur í Finnlandi fyrir þessa vinnu og var menntamálaráði falið verkefnið.
Að sögn Anniku Bussman var það eðlileg ákvörðun.

– Vinnan við að þróa innlent hæfnimerki þýðir í reynd að sett eru markmið og viðmið fyrir mat. Þetta er sambærileg vinna við þá sem sænska menntamálaráðið er að vinna við samningu námskráa eða við því að leggja drög að undirstöðum prófa.

Merki sem gagnast atvinnulífinu

Með nýju finnsku færnimerkjunum er vonast til að nú verði hægt að draga fram hæfni fullorðinna Finna. Samkvæmt fyrstu PIAAC könnuninni sem gerð var árið 2012 búa um það bil tíu prósent fullorðinna Finna á vinnumarkaði yfir lítilli eða ófullnægjandi grunnleikni.

– Meginmarkhópurinn er fullorðið fólk sem líður fyrir litla eða enga grunnleikni. Þetta getur orðið til þess að það á erfitt með að halda starfi, fá vinnu eða jafnvel að taka virka þátt í samfélaginu, segir Marja Juhola.
Vinnan við færnimerkin miðar því að því að efla þá grunnleikni sem krafist er í atvinnulífinu og til lengri tíma litið er vonast til að hún auki tækifæri til atvinnu.

– Hugmyndin er að námsferlið eigi að geti verið sveigjanlegt og jafnvel farið fram samhliða aðalstarfi og á endanum er markmiðið að atvinnulífið muni hafa aðgang að sífellt upplýstara vinnuafli, segir Marja Juhola.
Hún sér marga jákvæða kosti við nýju færnimerkin.

– Hvert og eitt færnimerki er samsett af tiltölulega takmarkaðri færni og það hvetur viðkomandi til þess að vinna á virkan hátt við að efla þekkingu sína og hæfni, því að það getur gengið hratt fyrir sig, segir Marja Juhola.

Ný þjónusta í fullorðinsfræðslu

Menntamálaráð hefur í vinnuferlinu ákveðið hvaða færnisvið á að fella undir ákvæði færnimerkjanna. Það var gert í samstarfi við ýmsar fræðslustofnanir og aðrar sérfræðistofnanir. Þá hafa jafnframt verið sett markmið og matsviðmið fyrir hvert færnimerki.

Fjöldi fulltrúa úr fullorðinsfræðslunni hafa tekið þátt í að móta innihaldið. Þar að auki var öllum sem áhuga hafa á viðfangsefninu veitt tækifæri til þess að tjá skoðun sína á efninu á sérstakri vefsíðu.

– Hugmyndin er að fullorðinsfræðsluaðilar eigi að geta boðið upp á tækifæri til þess að afla sér færnimerkis sem hluta af þjónustunni sem þeir veita Matið á færninni er gert af sérfræðingi sem starfar við fullorðinsfræðslu, segir Marja Juhola.

Áskoranir sem blasa við

En innleiðingu nýrra færnimerkja fylgja einnig áskoranir og nú er nauðsynlegt að vanda skipulag til að tryggja hnökralausa innleiðingu. Að sögn Anniku Bussman verður að gæta nákvæmni í samskiptum og ýmsar stuðningsaðgerðir nauðsynlegar til að hægt sé að innleiða nýja verkfærið með góðum árangri.

– Ein stærsta áskorunin er að ná til þeirra sem síst sækja sér menntun. Við þurfum að nálgast þau á virkan hátt til að hjálpa þeim við að styrkja grunnleikni sína og ná færnimerkjunum. Innan fullorðinsfræðslunnar er þegar unnið að sambærilegu átaki og því er áskorunin sem blasir við ekki alveg ný, segir Annika Bussman.

Þrátt fyrir nokkrar áskoranir sem framundan eru telur menntaráðgjafinn að færnimerkin verði lykillinn að því að auka vitund og viðurkenningu á hæfni fullorðinna.

Fullorðinsfræðslan nýtur viðurkenningar

Annika Bussman bendir að lokum á annað mikilvægt atriði.

– Starfið sem fer fram á vegum fullorðinsfræðslunnar verður sýnilegra og það styrkir enn frekar samfélagslegt hlutverk hennar.
Marja Juhola leggur einnig áherslu á að færnimerkin séu ekki aðeins fallin til til þroska einstaklinginn heldur séu þau einnig mikilvægir lyklar til að efla hlutverk fullorðinsfræðslunnar í finnska menntakerfinu.

– Styrkur fullorðinsfræðslunnar felst í því að þróa og efla grunnleikni fullorðinna. Því er eðlilegt að fullorðinsfræðslan beri einnig ábyrgð á færnimerkjum innan ramma ævináms.

Nyeste artikler fra NLL

Bente Bergsjordet

14/04/2025

Norge

7 min.

Kompetansereformutvalget har utredet hvordan Norge skal lykkes med livslang læring i arbeidslivet. Navnet på utvalget til tross, de har ikke lagt fram en stor reform, men de bygger i hovedsak forslagene sine på eksisterende ordninger. Det som fungerer bra, skal styrkes og videreutvikles. Utvalget har levert en omfattende rapport med et spekter av forslag, uttrykt i 23 hovedpunkter.

Miniatyrmodell av hus, nycklar och dokument på blå bakgrund, symboliserar fastighetsköp eller bostadslån.

11/04/2025

Sverige

5 min.

Med YH-flex kunde Ludwig få sina tidigare kunskaper validerade och därigenom få en förkortad studieplan för sin utbildning till fastighetsförvaltare. Validering av reell kompetens och en individuellt anpassad kompletterande utbildning som ger examen är grunden för YH-flex.

Lærer og elever sidder rundt om et bord og arbejder sammen med en tablet i et klasseværelse.

08/04/2025

Færøerne

4 min.

På Färöarna har utbildningen Serbreyt skapats för att ge ungdomar som har svårt att klara de traditionella kraven inom gymnasieskolan en möjlighet till ett självständigt och innehållsrikt liv. Utbildningen stöttar eleverna på deras väg mot arbetslivet och större social delaktighet genom att fokusera på generella kompetenser.

Share This