27/05/2025

Island

Ævinám, Lýðræði, Stafræn hæfni

7 min.

Algrím ræður ríkjum þarna: Vefurinn – greiðir leið að rangfærslum

Bergmálshellar, skautun, algrím og misvísandi upplýsingar eru algeng orð í umræðum um samfélagsmiðla. Skilja allir merkingu orðanna? Þeir sem tilheyra hópum þeirra sem hafa takmarkaða menntun eða málskilning og sumir aldraðir geta auðveldlega lent í vandræðum þegar þessi orð eru notuð.

Mann med hodetelefoner som jobber konsentrert på en bærbar datamaskin i et klasserom med andre studenter i bakgrunnen.

Margir þátttakenda í námskeiðunum hjá Miðstöð símenntunar hafa takmarkaða menntun og þurfa upplýsingar um netglæpi og rangfærslur.

Margir þátttakenda í námskeiðunum hjá Miðstöð símenntunar hafa takmarkaða menntun og þurfa upplýsingar um netglæpi og rangfærslur.

Á Íslandi vinnur Netöryggismiðstöð Íslands, SAFT, að því að efla fræðslu á þessu sviði. Vegna takmarkaðs fjármagns einbeitir miðstöðin sér að einna helst að þjálfun ungs fólks. Ungir og aldraðir þurfa mesta hjálp við að skilja miðlana, segir Skúli Bragi Geirdal, starfsmaður hjá Netöryggismiðstöðinni.

Skúli Bragi Geirdal
Skúli Bragi Geirdal, stjórnandi Netöryggismiðstöðvar Íslands, SAFT

–  Í lýðræði nútímans er fólk áhyggjufullt. Unga fólkið vegna falsaðra reikninga og dreifingu  mynda með gervigreind. Eldri hópurinn er hræddur við að einhver svíki út úr þeim peninga eða veiti rangar upplýsingar um peninga eða pakkasendinga. Yfirvöld hafa áhyggjur af áhrifum á lýðræðið. Hvaða fréttum er hægt að treysta? Hvernig á að bregðast við og hverjum á að tilkynna? Sumir láta í sér heyra þegar þeir verða fyrir netglæpum en aðrir þegja af skömm. Netárásir eru orðnar svo háþróaðar að hægt er að blekkja hvern sem er. Þetta gæti komið fyrir mig og þig, segir Skúli.

Enginn getur allt

Fjölmiðlanefndin á Íslandi hóf aðgerðir til vitundarvakningar um miðla árið 2021 og árið 2024 tók Netöryggismiðstöð Íslands við verkefninu. SAFT starfar eftir sömu fyrirmynd og margar aðrar  Evrópuþjóðir fara eftir. Skúli stýrir daglegri starfsemi. Formleg verkefni eru að stuðla að öruggri tækni- og miðlanotkun allra aldurshópa, framleiða viðeigandi kennsluefni og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. En sá sem hefur takmarkað fjármagn hefur ekki efni á öllu. Skúli hefur því kosið að beina sjónum að ungmennum í skólum, á meðan er aðrir aldurshópar á biðlista.

Skúli segist ferðast á milli skóla um allt land. Á hverjum degi komi fram nýjar óskir um kennslu innan ramma skóla. Það leiðir til langra vinnudagar. Samtímis reynir starfsfólk miðstöðvarinnar að koma á neti ólíkra hópa til samstarfs. Á listanum eru háskólar, símenntunarmiðstöðvar, Samtök heimilis og skóla og fjölmörg önnur samtök.

– Fólk hefur almennt áhuga á að taka þátt, en er kannski ekki eins tilbúið að helga málefninu tíma sinn. Ég skil þetta vel því við  erum ekki þau einu sem höfum takmarkaðan fjárhag. Fólk hefur marga hatta og lítinn tíma til ráðstöfunar, segir hann.

Upphæðin sem ríkið leggur til verkefnisins er um fjórðungur af því sem lagt er til málaflokksins á hinum Norðurlöndunum, bætir hann við.

Kennarar framtíðarinnar

Skúli telur að eina skynsamlega leiðin að árangri sé að fella fjölmiðlamál inn í nám verðandi kennara. Það er gagnslaust fyrir einn mann að ferðast á milli skóla. Lausnin er að kenna þeim sem munu hafa áhrif á og fræða komandi kynslóðir.

En þrátt fyrir allt þetta, telur Skúli að miðstöðin hafi náð talsverðum jákvæðum árangri síðan starfsemi hennar hófst. Hann telur að það hafi hjálpað til hversu lítið íslenskt samfélag er. Samtöl við kennara, foreldra og nemendur hafa einnig stuðlað að aukinni þekkingu á áhyggjum fólks og hvers konar kennsluefni fólk vill og þarfnast.

Símenntunarmiðstöðvar eru meðal þeirra fjölmörgu aðila sem leggja sitt af mörkum til menntunar ýmissa hópa. Ein þeirra er miðstöðin í Reykjanesbæ í nágrenni Reykjavíkur. Guðjónína Sæmundsdóttir hefur leitt miðstöðina frá árinu 2001. Hún hefur fylgst vel með helstu breytingum á því hvernig fólk aflar sér upplýsinga.

Guðjónína Sæmundsdóttir
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

– Internetið er rauður þráður margra viðburða á vegum miðstöðvarinnar. Það jákvæða er að internetið veitir aðgang að miklum upplýsingum, en það er líka opin gátt að alls kyns rangfærslum, segir forstöðumaðurinn.

Að borða þekkingu með skeið

– Á hverju ári taka um 2.000 manns þátt í viðburðum okkar. Sumir koma til að læra að nota tölvu, aðrir til að læra grunngreinar eins og stærðfræði, ensku eða íslensku. Margir sækjast einnig eftir fögum sem hafa bein tengsl við vinnumarkaðinn. Við reynum að blanda saman þekkingu í mörgum námskeiðum um rangfærslur og mögulega misnotkun á einstaklingnum í gegnum internetið. Fáir myndu skrá sig á námskeið um rangfærslur eða skautun! Þess vegna verður að mata þetta efni inn með skeið í gegnum aðra þjálfun. Við þurfum líka að setja aukinn þrýsting á að mennta kennara okkar á svæðinu, segir Guðjónína.

Hún telur að fræðsla um rangfærslur og neteinelti ætti að vera sýnilegri og forgangsraðað ofar í skólakerfinu.

– Samfélagsmiðlar lesa okkur og allt sem við gerum. Við reynum að gera fólki ljóst að það eru aðilar þarna úti sem nýta sér allt sem við gerum á netinu. Þar ræður algrímið. Þetta varðar bæði skoðanir og neyslu. Við notum námskeiðin okkar til að hjálpa þátttakendum að skilja þetta. Margir viðskiptavina okkar hafa takmarkaða tölvukunnáttu og hafa engan skilning á tengslunum á milli heimsókna sinna á netinu og markaðsaflanna sem liggja að baki þeim, segir hún.

Hún bætir við að markhópur miðstöðvarinnar sé meðal annars fólk sem hefur ekki aðgang að internetinu. Þau verða því ekki fórnarlömb heldur detta út úr samfélaginu eða hafa takmarkaða möguleika til að vera virk innan ramma samfélagsins.

Verða að spyrja

– Það getur verið auðvelt að blekkja fólk og veita rangar upplýsingar. Þess vegna þurfum við að ná til allra skólastiga. Fólk verður að læra að spyrja hvaðan upplýsingarnar koma og hvers vegna þær berast mér? Þetta er mjög mikilvægt fyrir lýðræðið, telur forstöðumaðurinn.

– Margir þeirra sem sækja um námskeið hjá símenntunarmiðstöðvum hafa ekki formlega menntun. Þá skortir þá gagnrýnu hugsun sem felst í henni. Í lýðræðislegu samfélagi er það okkar hlutverk að styðja þessa hópa. Þau þurfa að byggja upp sjálfstraust, gagnrýna hugsun og efla menntun sína, segir Guðjónína.

Hún bendir á að fólk sé mjög mismunandi. Suma er auðveldara að blekkja en aðra. Sumir trúa öllu sem aðrir segja, jafnvel því sem er birt á netinu.

– Það er mikilvægt að þau segi frá því að þau hafi verið blekkt, því aðrir geta lært af mistökum þeirra, segir hún.

Skúli Bragi Geirdal
Unglingar og eldri borgarar eru þeir sem hafa mesta þörf fyrir aðstoð við að skilja miðlana, segir  Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands.

Hinkraðu áður en þú ýtir á senda

Guðjónína segir menntun vera lykilinn að gagnrýninni hugsun, sem aftur leggur grunninn að fjölmiðlalæsi. Maður verður að muna að spyrja spurninga og skoða allt sem kemur á netinu á gagnrýnin hátt.

– Það er frábært að allir geti tjáð sig á netinu, en við þurfum líka að muna að allt sem er sent út í „geiminn“ helst þar og hverfur ekki. Þess vegna er skynsamlegt að staldra aðeins við áður en ýtt er á senda. Við erum orðin fljót að dæma allt og alla og ég er ekki viss um að það sé alltaf hollt fyrir lýðræðið, segir hún.

Örugg samfélagsmiðlanotkun

Netöryggismiðstöðin ber ábyrgð á félagslegu netöryggi í landinu og verkefnin eru stór og áríðandi. Ábyrgð á tæknilegu netöryggi er hjá Fjarskiptastofunni og CERT-IS. Allir samstarfsaðilar vinna samkvæmt netöryggisáætlun sem yfirvöld hafa gert og gildir til ársins 2037 og nær yfir bæði tæknilega og félagslega þætti.

Hinar Norðurlandaþjóðirnar búa að meiri fjármunum og  fleira starfsfólki á þessu sviði. Skúli segir mikilvægt að þjóðirnar vinni saman, noti rannsóknir hver annarrar og reyni ekki að „uppgötva hjólið upp á nýtt“. Maður sem starfar á Íslandi er yfirleitt borinn saman við heila deild í nágrannalöndum, segir hann brosandi.

– Algrímið á bak við samfélagsmiðla ákvarðar hvað við sjáum og hefur áhrif á okkur. Það hefur ritstjórnarlegt vald sem er jafnvel meira en það vald sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa í dag. Fólki eru veittar einhliða upplýsingar sem reka notendur inn í bergmálshelli. Þetta gerist án þess að við tökum eftir því. Tilgangurinn er ekki að upplýsa, heldur að gera notandann háðan miðlinum. Algrímið stýrir efninu og hefur tilfinningaleg áhrif, segir Skúli.

Deilir í hópa

Skúli beinir athyglinni líka að hefðbundnum fjölmiðlum. Þeir gegna því hlutverki að tengja okkur samfélaginu, á meðan algrímið á bak við samfélagsmiðla skiptir samfélaginu í hópa. Skúli leggur mikla áherslu á að fólk gefi sér tíma til að lesa og skilja hefðbundna fjölmiðla. Hvernig er frétt skrifuð, hvaðan koma upplýsingarnar? Getum við treyst heimildunum?

– Það er mikilvægt að við höfum fjölmiðla sem við getum reitt okkur á til að lifa af í nútímasamfélagi, segir Skúli.

– Þeir gegna því hlutverki að tengja okkur saman og ættu að vera vettvangur þar sem við getum heyrt og tekið tillit til ólíkra skoðana. Því miður hefur dregið úr trausti til fjölmiðla. Þetta hefur leitt til aukins trausts i garð annarra tegunda upplýsinga, svo sem samfélagsmiðlum. Hið sama á við um aðrar stoðir í samfélaginu, þar á meðal dómstólana. Stöðugt dregur úr trausti til þeirra. Ef við treystum ekki yfirvöldum mun einhver annar reyna að taka völdin í sínar hendur, segir Skúli.

Hann bendir á skautunina sem einkennir fjölmiðlaheiminn í dag. Í Bandaríkjunum eru til fjölmiðlar fyrir „austur og vestur“ en það vantar fjölmiðla á milli sem fjalla um báðar hliðar málsins. Hann telur mikilvægt að forðast slíkar fjölmiðlaaðstæður.

– RÚV, Ríkisútvarpið á Íslandi, hafði þetta sameinandi hlutverk áður fyrr. Rannsóknir sýna að RÚV bindur ekki lengur þjóðina saman eins og það gerði áður. Við höfum sofnað á verðinum, segir hann.

– Við þurfum herferð gegn rangfærslum í þessu landi. Tími er til kominn að okkur takist að fá fjölmiðla til að vinna saman, sem þeir gera ekki í dag. Blaðamannafélagið, fjölmiðlar, fjölmiðlayfirvöld á Íslandi og háskólarnir ættu að vinna saman. Við verðum öll að sameina krafta okkar í baráttunni gegn stóru samfélagsmiðlafyrirtækjunum sem stjórna lýðræðinu á Íslandi í auknum mæli með reikniritum. Fræðsla og upplýsingar eru lykillinn að baráttunni. Sem betur fer er ég bjartsýnismaður. Ég verð að vera það í daglegu starfi mínu, segir sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands.

Nyeste artikler fra NLL

Man sitter fokuserad vid ett skrivbord och skriver, omgiven av gröna växter i ett modernt kontorsutrymme.

12/11/2025

Sverige

5 min.

Att veta vilken kompetens medarbetarna har ger företag bättre förutsättningar att konkurrera. Validering hjälper företag att matcha rätt person till rätt arbetsuppgift, att bygga starkare team och att fatta klokare beslut om utbildning och rekrytering. Två svenska industriföretag berättar om hur de arbetar strategiskt med validering.

Ane Qvortrup

10/11/2025

Danmark

5 min.

Stor dansk uddannelsesreform skal få flere til at vælge erhvervs- og professionsuddannelser. Reformen er blandt andet inspireret af Norge. Professor Ane Qvortrup har analyseret de norske erfaringer og vurderet, hvad Danmark kan efterligne, og hvad man helst skal undgå at kopiere.

04/11/2025

Norden

3 min.

Det grønne skiftet krever omstilling og nytenkning i energibruk, produksjon og ikke minst i kunnskap og holdninger. Hvor er det da viktigere å begynne enn i utdanning? Det nordiske NordPlus-prosjektet «Nordisk grønt skifte i utdanning» tar nettopp denne utfordringen. Nytenkningen må finne sted i klasserom, verksteder, opplæringssentre og alle steder hvor den praktiske aktiviteten er, mener prosjektpartnerne.

Share This